Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 640 4to

Nikulásar saga og skjöl er varða Ærlæk í Öxarfirði ; 1540

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1-54v:5)
Nikulássaga
Höfundur

Bergur Sokkason

Efnisorð
1.1 (1r)
Bréf Bergs Sokkasonar ábóta.
Upphaf

Öllum Guðs vinum og sínum …

Niðurlag

… fyrir mína hönd svo að gjöra að í þessum stað segist skynsamliga. Ave Maria.

Efnisorð
1.2 (1r)
Prologus
Titill í handriti

Prologus

Upphaf

Það orð er í upphafi var með Guði …

Niðurlag

… svo sem heilsanarbréfi undir kærleik ástarinnar.

Efnisorð
1.3 (2r)
Bréf Jóhannesar djákna af Athanasi
Upphaf

Jóhannes, minnstur djákn í Guðs kristni …

Niðurlag

… undir þínu trausti upptekið mál, sem Guð gefur skilja.

Efnisorð
1.4 (2v-54v:5)
Nikulásar saga
Upphaf

Þá er liðið var frá hingaðburð vors drottins Jesú …

Niðurlag

… einn almáttigur Guð yfir allar veraldir veralda. Amen.

Efnisorð
2 (54v:6-7)
Um vígslu kirkjunnar á Ærlæk í Öxarfirði
Athugasemd

Fram kemur að kirkjan var vígð af Guðmundi biskupi messudag Laurenci undir hans helgun og Nikulai.

Efnisorð
3 (54v:8-54v:28)
Skrá um eignir kirkjunnar á Ærlæk í Öxarfirði
Upphaf

Nú svo miklir peningar …

Athugasemd

Skráin er að því er fram kemur frá þeim tíma þá Narfi skildist við en Jón Þorsteinsson tók við.

Á efri spássíu hefur verið skrifað ártalið 1504, að því er virðist með sömu hendi: Anno domini M d. iiii ar.

Efnisorð
4 (55r-66r)
Nikulásartíðir
Athugasemd

Tíðirnar samanstanda af latneskum sálmum með nótum og lesum á latínu. Á eftir fylgir ein af dæmisögum Jesú úr Matteusarguðspjalli og sálmur sem vantar aftan af.

Tíðagjörðin í Ærlækjarbók er uppskrift, en ekki verður nú fundið forritið… Mér sýnist að forrit tíðanna hafi verið gamalt og sum andstefin megi rekja til textahefðar á meginlandi Evrópu og í Englandi. ( Sverrir Tómasson 2003, s. 90 )

5 (66v:1-4)
Um bygging Ærlækjarkirkju 1540
Athugasemd

Þessar fjórar línur, sem eru með annarri hendi en aðalskrifarans og illlæsilegar, eru í uppskrift Árna Magnússonar  á meðfylgjandi seðli.

Efnisorð
6 (66v:5-66v:17)
Nikulásvísur
Upphaf

Nikulám skulu vér heiðra hér

Niðurlag

af vosi og vanda

Athugasemd

Hér er um nokkrar vísur um Nicholai á íslensku að ræða og á eftir þeim fylgir svofelldur lagboði: Skulu þessar vísur syngjast með eitt lag og preter rerum er sungið, hverjar tvær með sama lag svo sem prófan gengur utan síðasta vísan syngist með eitt lag og alle psallite.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 68 blöð + i blað (182 mm x 152 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 1-66 + 27bis og 36bis.

Kveraskipan

Níu kver.

  • Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-23; 3 tvinn +1 stakt blað.
  • Kver IV: blöð 24-27bis, 28-30; 4 tvinn.
  • Kver V: blöð. 31-36bis, 37; 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð.38-47; 5 tvinn.
  • Kver VII: blöð 48-54; 3 tvinn + 1stakt blað.
  • Kver VIII: blöð 55-60; 3 tvinn.
  • Kver IX: blöð 61-66; 2 tvinn + 2 stök blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 122-130 null x 115-120 null.
  • Línufjöldi er ca 26-27.

Ástand

  • Vantar neðri spássíu á blaði 8.
  • Blað 10 er óreglulegt í lögun.

Skrifarar og skrift

Að mestu með einni hendi (árléttiskrift):

  • Upprunalegur hluti handritsins, blað 1r-54v:5 er með einni hendi, líklega þeirri sömu og er á AM 621 4to (sbr. Katalog II , bls. 48) (sjá nánar Spássíugreinar og aðrar viðbætur).

Skreytingar

Rauðir og grænir upphafsstafir (sjá t.d. á blöðum11v-12r).

Rauðritaðar fyrirsagnir (sjá t.d. blöð 38v-39v).

Nótur
Nótur/nótnaskrift er á blöðum 55r-60v og 63r-66r.
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Línur 6-7 á blaði 54v eru viðbót með annarri hendi, tímasettar til ca 1504 (sbr. ONPRegistre , bls. 457, og Katalog II , bls. 48).
  • Línur 8-28 á blaði 54v eru viðbót með annarri hendi, tímasettar til ca 1504 (sbr. ONPRegistre , bls. 457, og Katalog II , bls. 48).
  • Vera má að tvö síðustu kverin, blöð 55-66, séu innskotsblöð, sem tilheyrðu handritinu ekki í upphafi.
  • Línur 1-4 á blaði 66v eru viðbót með annarri hendi, tímasettar til ca 1540 (sbr. ONPRegistre , bls. 457, og Katalog II , bls. 48).
  • Nikulásvísur á blaði 66v eru viðbót með annarri hendi (sbr. Katalog II , bls. 48). Árni Magnússon telur þær ekki mjög gamlar (sbr. AM 435 a 4to, bl. 17v (bls. 12 í prentaðri útgáfu)).
  • Spássíugrein á blaði 31v, er e.t.v. með hendi skrifara: Bók þessa gaf Jón Ólason Guði og sankti Nicholae og kirkjunni á Ærlæk. Bið fyrir mér dándikarl..
  • Kristilegar vísur eru á spássíu blaða 3v, 21v og 36bisv.
  • Ártalið 1633 er á spássíu blaði 39r.
  • Vísa til heilags Nikulásar (ókláruð) er á spássíu blaðs 39v.
  • Sr. Jón Magnússon á þessa bók,stendur á neðri spássíu blaðs 40r og á neðri spássíu blaðs 63v stendur: Síra Jón Magnússon á bókina með réttu en enginn annar.
  • Nafn Björns Pálssonar er á spássíu blaðs 49v: Hederlig Björn Pálsson | Junkur Íslenskur.
  • Vísa á spássíu blaðs 53r: Þetta er Þorláks saga.

Band

Band 192 null x 170 null x 42 null):

Spjöld eru klædd gulleitum pappír. Bókfell er á hornum og kili. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í ljósri strigaklæddri öskju.

Fylgigögn

Þrír fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar, tveir eru á milli saurblaðs og blaðs 1r; sá þriðji er aftan við textablokkina fyrir framan aftara saurblað:

  • 1) Á fyrsta seðlinum (b-seðlinum) (148 mm x 97 mm) eru upplýsingar þess efnis að Björn Magnússon hafi sagt Nikulássögu þessa hafa fylgt kirkju heilags Nikulásar að Ljósavatni Þessa Nikulássögu segir Björn Magnússon fylgt hafa st. Nicolai kirkju að Ljósavatni. En það mun ei rétt vera. Hún hefur óefað verið kirkjueign á Ærlæk
  • 2) Á öðrum seðli (a-seðlinum) (140 mm x 137 mm) kemur fram nafn sögunnar og safnmark sem og upplýsingar um eftirrit þess AM 644 4toNikulássaga erkibiskups integra est contuli No 640. Af henni hef ég copiu ei góða [með yngri hendi: í AM 644 4to]
  • 3) Á þeim þriðja (c-seðlinum, aftast) (166 mm x 100 mm) koma fram upplýsingar er varða kirkjuna á ÆrlækKirkju á Ærlæk lét gjöra ábóti Pétur, smíðaði hana Ablauður Grímsson, var þá biskup Jón Arason á Hólum, konungur Krister [Kristian] yfir Danmark og Noregi, biskup Ögmundur í Skálholti, var þá liðið frá guðs burði M.D.xl ár

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Upprunalegur hluti þess (blöð 1r-54v:5) er tímasettur til síðari hluta 15. aldar (sbr. ONPRegistre , bls. 457), en til 15. aldar í  Katalog II , bls. 48.

Ferill

Bókin tilheyrði kirkjunni á Ærlæk í Norður-Þingeyjarsýslu og var upprunalega gefin henni af Jóni Ólasyni (sbr. blað 31v og AM 435 a 4to, blað 17v). Sr. Jón Magnússon hefur síðar átt bókina (sbr. blað 40r og 63v). Vera má að Árni Magnússon hafi fengið bókina frá Birni Magnússyni, sem sagði hana hafa fylgt kirkju heilags Nikulásar að Ljósavatni (sbr. seðil 1r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. apríl 1995.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 2. september 2009,

 DKÞ 5. september 2003

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. apríl 1888. Katalog II> , bls. 48 (nr. 1627).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert í janúar til febrúar 1995 og sett í öskju. Með fylgdi nákvæm lýsing á viðgerð og ljósmyndun.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í júní 1973.

Notaskrá

Höfundur: Eggen, Erik
Titill: , The Sequences of the Archbishopric of Nidarós I: Text
Umfang: XXI
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: , Íslenskar Nikulás sögur, Helgastaðabók: Nikulás saga: Perg. 4to nr. 16 Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi
Ritstjóri / Útgefandi: Selma Jónsdóttir, Stefán Karlsson, Sverrir Tómasson
Umfang: II
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Góssið hans Árna, "Bið fyrir mér dándikall." Ærlækjarbók
Umfang: s. 63-77
Lýsigögn
×

Lýsigögn