Skráningarfærsla handrits

AM 585 e 4to

Sögubók ; Ísland, 1694

Athugasemdir
Framhald af AM 585 d 4to, sbr. blaðsíðutal.

Valdimars saga var skrifuð eftir bók í fólíó sem sr. Þorsteinn Björnsson á Útskálum hafði átt og síðar Sigurður Björnsson lögmaður, en Magnús Þórólfsson skrifaði. Árni Magnússon reif þessa bók í sundur og taldi ónýta (sjá seðil).

Valdimars saga, Konráðs saga keisarasonar og Þjalar-Jóns saga

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7v)
Valdimars saga
Titill í handriti

Sagann af Valldemar (Fracka, en strikað yfir) konungs ſyne

Efnisorð
2 (8r-22v)
Konráðs saga keisarasonar
Titill í handriti

Hier hefst Conrads saga

Skrifaraklausa

Anno 1694

Efnisorð
3 (23r-40v)
Þjalar-Jóns saga
Titill í handriti

Nu byriaſt saga Af þialar Iöne og Eyrike For|vitna

Skrifaraklausa

Anno 1694

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam með stórri kórónu efst. Fangamark fyrir neðan
    • Skjaldarmerki Amsterdam, kóróna (bl. 1, 2, 13, 14, 17, 23, 29, 32, 37, 38 )
    • Skjaldarmerki Amsterdam, ljón (bl. 7, 8, 11, 12, 18, 24, 25, 28, 35, 36 )
Blaðfjöldi
40 blöð (200 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með blýanti 1-40, síðari tíma viðbót.

Eldri blaðsíðumerking 161-240 sem er áframhaldandi frá AM 585 d 4to.

Kveraskipan

Fimm kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32 (25+32, 26+31, 27+30, 28+29), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40 (33+40, 34+39, 35+38, 36+37), 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 175 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi er 30-31.
  • Kaflatal á spássíum.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Bleksmitun.
  • Pappír er þunnur og viðkvæmur.
  • Blöð eru að hluta til óhrein.
  • Blek farið að dofna (bl. 1r).

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þórðarsonar, fljótaskrift.

Sama hönd og í AM 345 4to.

Skreytingar

Upphafstafir eru blekdregnir skrautstafir (ca. 2-6 línur).

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar með hendi skrifara.

Band

Band frá árunum 1772-1780 ( mm x mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu, leifar af límmiða á kili.

Fylgigögn

Seðill með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi og af Jóni Þórðarsyni árið 1694, skv. skrifaraklausu (sjá einnig Katalog I, bls. 747). Það er framhald af AM 585 d 4to eins og sést af blaðmerkingu.

Ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. nóvember 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 27. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 6. nóvember 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 747 (nr. 1459). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Jens Jacob Webber batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keyptar voru af Arne Mann Nielsen í nóvember 1979.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn