Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 556 a 4to

Sögubók ; Ísland, 1475-1499

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-5r)
Sigurgarðs saga frækna
Upphaf

… þú mig að spyrja …

Niðurlag

… og voru ástir þeira góðar.

Baktitill

Og lúku vér þar sögu Sigurgarðs.

Athugasemd

Vantar framan af.

Efnisorð
2 (5r-52r)
Grettis saga
Titill í handriti

Saga Grettis

Upphaf

Maður er nefndur Önundur …

Niðurlag

… er þetta upphaf á.

Athugasemd

Titli bætt við á spássíu.

2.1 (52r-53r)
Grettisfærsla
Athugasemd

Á eftir sögunni hefur kvæðið Grettisfærsla fylgt á 2 1/2 síðu, en skriftin verið skafin burt og einungis fyrirsögnin eftir.

3 (53r-70r)
Gísla saga Súrssonar
Titill í handriti

Hér hefur sögu Gísla Súrssonar

Upphaf

Það er upphaf sögu þessi …

Niðurlag

… Guð gefi alla góða daga utan enda. Amen.

Athugasemd

Á bl. 53r er einungis fyrirsögnin.

Styttri gerð sögunnar.

4 (70r-88r)
Harðar saga og Hólmverja
Titill í handriti

Hér hefur Hólmverja sögu

Upphaf

Á dögum Haralds hins hárfagra …

Niðurlag

… Guð gefi oss alla góða daga utan enda. Amen.

Athugasemd

Óheil.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 88 + i bl. (226-250 mm x 180-207 mm. Stærstu blöðin eru í tveimur öftustu kverunum. Blöð 4, 7, 14 eru minni. Auð blöð: 88v (að mestu) og neðri helmingur 88r.
Tölusetning blaða

  • Gamalt blaðsíðutal 1-176.
  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-88.

Kveraskipan

Tólf kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-15, 3 tvinn og stakt blað (bl. 13).
  • Kver III: bl. 16-21, 3 tvinn.
  • Kver IV: bl. 22-29, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 30-34, stakt blað og 2 tvinn.
  • Kver VI: bl. 35-42, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 43-46, 2 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 47-54, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 55-62, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 63-72, 6 tvinn.
  • Kver XI: bl. 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XII: bl. 81-88, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160-180 mm x 132-150 mm. Leturflötur er að jafnaði stærri í öftustu örkunum.
  • Línufjöldi er 36-37
  • Mörg blöð götuð yst á ytri spássíu.
  • Bendistafir á spássíum til að merkja vísur í texta.
  • Upphafsstafir málsgreina fremst í línu víða dregnir út úr leturfleti (sjá til dæmis bl. 11r, 14r, 48v og víðar ).

Ástand

  • Vantar framan af handritinu.
  • Skriftin er víða máð. Sjá t.d. 17v, 21v, 27v, 29r-v, 42v, 43r, 47r.
  • Milli bl. 44 og 45 vantar 4 blöð.
  • Neðri spássía blaðs 83 skorin af.
  • Af bl. 52 (að undanteknum 10 fyrstu línunum) og 53r (að neðstu línu) hefur textinn verið skafinn burt.
  • Gert hefur verið við göt sem sum skerða texta á bl. 3, 15, 28, 72, 74, 85.
  • Gat á blöðum 19, 26, 53, 54, 62, 63, 64, 72.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, árléttiskrift.

Skreytingar

Stórir skrautstafir á blöðum 53v og 70r. Minni upphafsstafir en litaðir og sumir einnig flúraðir á bl. 32v, 34v, 37r, 44r, 48r, 50v, 55v, 61v, 66v, 87r og víðar.

Upphafsstafir í ýmsum litum. Sums staðar einungis leifar.

Fyrirsagnir rauðar. Sums staðar einungis leifar.

Pennadregið laufskreyti víða neðst á spássíum, í hægra horni leturflatar, til dæmis á bl. 2r, 20r, 74r, 76r, 77r, 79r, 85r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á bl. 88v er minnisgrein með annarri hendi sem eignuð er Jóni Arngrímssyni á s.hl. 15. aldar (sbr. Guðvarður Már Gunnlaugsson 2007).
  • Fyrirsagnir og efnistilvísanir með 17. aldar hendi á spássíum bl. 5r, 19r, 48r.
  • Spássíugreinar og ýmislegt pennakrot á bl. 2r, 5r, 13r-v, 17v, 18r, 52r-53r, 54r-v, 56r, 57r-v, 60r, 66v, 68v, 70r, 74v, 75v, 82v, 83r, 84v, 88r-v.
  • Leiðbeiningastafir víða.

Band

  • Band frá desember 1965 (263 mm x 242 mm x 85 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi. Handritið liggur í öskju.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (170 mm x 214 mm) aftast þar sem neðri hluti blaðs 74r hefur verið skrifaður upp með sömu stafagerð og skreytingum á rektóhlið.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til loka 15. aldar (sjá  ONPRegistre , bls. 454), en til 15. aldar í  Katalog I , bls. 706.
  • Það var upprunalega hluti af stærri bók ásamt AM 556 b 4to.
  • Árni Magnússon fjallar um báða hlutana í skrá sinni í AM 453 a 4to, bl 66v-71r.

Ferill

  • Árni Magnússon fékk þennan hluta skinnbókarinnar frá ónefndum manni, sem hafði fengið hann frá Þórði Steindórssyni, en hann hafði átt báða hlutana og fengið þá af eignum Gísla Magnússonar á Hlíðarenda (sjá afskrift af bréfi til séra Páls Þórðarsonar á Eyri í Skutulsfirði frá 1707 og svar hans). Eggert Hannesson (16. öld) hefur átt handritið (bl. 50v); Þorleifur Magnússon síðar (bl. 53r). Á bl. 88v eru fjórar línur skrifaðar um 1500 um skil handritsins til eiganda þess, bónda nokkurs og eiginkonu hans, Oddnýjar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. nóvember 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1965.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn
  • Svart-hvítar ljósmyndir Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 1992.

Notaskrá

Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Höfundur: Berger, Alan J.
Titill: Text and sex in Gísla saga, Gripla
Umfang: 3
Höfundur: Jakobsen, Alfred
Titill: Nytt lys over Gísla saga Súrssonar, Gripla
Umfang: 5
Titill: , Úlfhams saga
Ritstjóri / Útgefandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Umfang: 53
Titill: , Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.]
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Titill: Visions of the afterlife in old norse literature
Ritstjóri / Útgefandi: Carlsen, Christian
Titill: , Mírmanns saga
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Höfundur: Elín Bára Magnúsdóttir
Titill: Scripta Islandica, Forfatterintrusjon i Grettissaga og paralleller i Sturlas verker
Umfang: 68
Höfundur: Hansen, Finn
Titill: Punktum eller komma?, Gripla
Umfang: 3
Höfundur: Hansen, Finn
Titill: Forstærkende led i norrønt sprog, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 98
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: , Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttur Ófeigssonar
Ritstjóri / Útgefandi: Guðni Jónsson
Umfang: 7
Höfundur: Guðni Kolbeinsson, Jónas Kristjánsson
Titill: Gerðir Gíslasögu, Gripla
Umfang: 3
Höfundur: Gísli Baldur Róbertsson
Titill: Gripla, Snurðan á þræði Reykjafjarðarbókar
Umfang: 16
Titill: , Eiríks saga víðförla
Ritstjóri / Útgefandi: Jensen, Helle
Umfang: 29
Höfundur: McKinnell, John
Titill: , The reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna
Umfang: s. 304-338
Höfundur: Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
Titill: Ideology and identity in late medieval northwest Iceland, Gripla
Umfang: 25
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Til skjaldedigtningen
Umfang: 6
Höfundur: Guðni Kolbeinsson, Jónas Kristjánsson
Titill: Gerðir Gíslasögu, , Sagnalíf : sextán greinar um fornar bókmenntir
Ritstjóri / Útgefandi: Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: 90
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Driscoll, Matthew James
Titill: Variants, Postcards from the edge: an overview of marginalia in Icelandic manuscripts
Umfang: s. 21-36
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Foote, Peter
Titill: , A note on Gísla saga Súrssonar
Umfang: 6
Höfundur: Springborg, Peter
Titill: , Von einem Bauernsohn am Königshofe
Umfang: s. 67-79
Titill: , Harðar saga
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Titill: , Tiodielis saga
Ritstjóri / Útgefandi: Ohlsson, Tove Hovn
Umfang: 72
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grettisfærsla,
Umfang: s. 49-77
Titill: , Mattheus saga postula
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 41
Höfundur: Þórður Ingi Guðjónsson
Titill: Brageyra léð Kristjáni Eiríkssyni ..., "Köld eru kvennaráð" - Um gamlan orðskvið
Umfang: s. 115-119
Höfundur: Þórður Ingi Guðjónsson
Titill: Creating the medieval saga, Editing the three versions of Gísla saga Súrssonar
Umfang: s. 105-121
Lýsigögn
×

Lýsigögn