Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 494 4to

Finnboga saga ramma ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-42v)
Finnboga saga ramma
Titill í handriti

Saga af Finnboga hinum ramma

Upphaf

Ásbjörn hét maður og var kallaður dettiás …

Niðurlag

… og þóttu allir mikilhæfir menn hvar sem þeir komu.

Baktitill

Og endast hér um sinn Finnboga saga.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iv + 43 + i blöð (203 mm x 160 mm). Blað 43 er autt.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-83.

Kveraskipan

Sjö kver.

  • Kver I: 3 saurblöð (ii-iv) + blöð 1-5; 3 tvinn + 2 stök blöð.
  • Kver II: blöð 6-14; 4 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver III: blöð 15-20; 3 tvinn.
  • Kver IV: blöð 21-30; 5 tvinn.
  • Kver V: blöð 31-36; 3 tvinn.
  • Kver VI: blöð 37-39; 1 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver VII: blöð 40-43; 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 178-182 mm x 130-133 mm.
  • Línufjöldi er ca 24-25.
  • Strikað hefur verið fyrir innri og ytri spássíum með beini.
  • Síðasta lína blaðs hefst í flestum tilfellum innar en aðrar línur blaðsins (sjá t.d. blöð 5v-6r).
  • Kaflanúmer eru á spássíu (sbr. t.d. blöð 1r-2v).

Ástand

  • Rækilega og markvisst er krassað yfir texta á blaði 1r; ekki er greinanlegt hvaða efni er þar á ferðinni.
  • Saurblað 3v ber þess merki að hafa verið límt yfir útkrassaðan texta á blaði 1r; blek hefur smitast á milli blaðanna þannig að á verso-hlið saurblaðsins má að hluta til greina spegilmynd blaðs 1r.

Skrifarar og skrift

Band

Band (24 null x 172 null x 15 null) frá 1880-1920.

Strigi er á kili og hornum, pappírsklæðning á spjöldum.  

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr mikið skreyttu, kirkjulegu latnesku handriti.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 664, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1620-1670.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 29. maí 2009; lagfærði í janúar 2011 GI skráði 29. janúar 2002, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. júní 1887. Katalog I; , bls. 664 (nr. 1266).

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn