Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 475 4to

Þórðar saga hreðu ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-11v)
Þórðar saga hreðu
Upphaf

…ga sínum. Það annað að eg

Niðurlag

… föður Árna föður Ingileifar.

Athugasemd

Það vantar framan af sögunni í þessari uppskrift Árna Magnússonar en hún er gerð eftir broti sögunnar í AM 564a 4to (sbr. seðil). Niðurlag sögunnar hér og í brotinu gefur vísbendingu um sögugerð sem er öðruvísi en allar aðrar Þórðar sögur (sbr. seðil).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
11 blöð (202 mm x 157 mm). Blað 11v er autt að hálfu.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með rauðu bleki 1-11.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: blöð 1-6; 3 tvinn.
  • Kver II: blöð 7-11: 2 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150 mm x 125 mm.
  • Línufjöldi er 16-17.
  • Hugsanlega hefur verið brotið upp á blöð til að afmarka ytri spássíu.

Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, blendingsskrift.

Band

Band (210 mm x 164 mm x 5 mm) er frá 1772-1780. Spjöld eru klædd handunnum pappír. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Seðill (204 mm x 158 mm) með hendi Árna Magnússonar: Aftan af Þórðar sögu hreðu. Sem verið hefur öðruvísi en allar aðrar. Ex egregium fragmentum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er afrit af síðari hluta sögunnar í AM 564 a 4to.

Það er tímasett til um 1700 í  Katalog I , bls. 657.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 14. apríl 2009; lagfærði í desember 2010. GI skráði 21. desember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 11. júní 1887. Katalog I, bls. 657 (nr. 1247).

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn