Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 m fol.

Víglundar saga ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-11v )
Víglundar saga
Titill í handriti

Sagan af Víglundi væna.

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri var sonur Hálfdanar svarta …

Niðurlag

… Hólmketill bóndi sat nú heima. Það var einn dag að…

Athugasemd

Blað 1v er skrifað af Þórði Þórðarsyni fyrir Árna Magnússon. (sjá: Uppruni). Sagan endar óheil í upphafi 19. kafla.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skjaldarmerki 1, með ljóni sem heldur á sverði í tvöföldum kringlóttum ramma (á föstum seðli fremst í handriti) // Mótmerki: Fangamark HP ( 1 ).
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Skjaldarmerki 2, með bjálkum, fjaðraskúfi og kóróna efst // Ekkert mótmerki ( 3-4 , 10-11 ).
Blaðfjöldi
ii + 11 + i blöð (304 mm x 196 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðmerking (357, 366) er á blöðum 2r (357) og 11r (366).
  • Leyfar af blaðmerkingu með rauðum lit má sjá til dæmis á blaði 9r.
  • Síðari tíma blaðmerking er á blöðum 1-11, gerð með blýanti.

Kveraskipan

5 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn + eitt blað)
  • II: bl. 1-2 (1 tvinn: 1+2)
  • III: bl. 3-8 (3 tvinn: 3+8, 4+7, 5+6)
  • IV: bl. 9-12 (2 tvinn: 9+12, 10+11)
  • V: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 265-270 mm x 158-164 mm.
  • Línufjöldi er ca 38-42.
  • Leturflötur markast af pennadregnum línum sem afmarka innri og ytri spássíur.
  • Griporð eru á blöðum 2r-11v. Þau eru afmörkuð með pennastrikum.
  • Kaflaskipting, 1-19.

Ástand

  • Vantar aftan af handritinu. Uppskriftin endar við lok fyrstu línu 19. kafla (sjá blað 11v).

Skrifarar og skrift

  • Skrifari blaða 2r-11v er óþekktur. Fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blað 1 er innskotsblað og hluti tvíblöðungs sem hugsanlega hefur verið umslag (aftara blaðið er nú brotið fram fyrir og talið sem saurblað). Upphaf sögunnar er skrifað á blað 1v af Þórði Þórðarsyni fyrir Árna Magnússon.
  • Blað 1r er autt að öðru leyti en því að ofarlega á blaðið hefur nafn sögunnar Víglundar-Saga verið skrifað. Auk þess er tölumerking í hægra horni efst.

Band

  • Band (312 mm x 220 mm x 9 mm) er frá 1977.
  • Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi á hornum og kili.
  • Saumað á móttök. Ytri saurblöð tilheyra þessu bandi.

Pappaband 308 mm x 197 mm x 3 mm) frá 1772-1780.

Framan á kápu eru titill sögu og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Seðill (125 mm x 113 mm) með hendi Árna Magnússonar er milli fremri saurblaða: Úr bók er ég fékk af Jóni Þorlákssyni.
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu handrits.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I, bls. 130. Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 163 e fol., AM 163 n fol., AM 164 b fol. og AM 181 i fol. (þar sem finna má upphaf sögunnar).

Ferill

Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. júní 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. desember 1885 í Katalog I bls. 130 (nr. 215). DKÞ grunnskráði 4. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 23. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1977.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn