Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 m fol.

Víglundar saga ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-11v )
Víglundar saga
Titill í handriti

Sagan af Víglundi væna.

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri var sonur Hálfdanar svarta …

Niðurlag

… Hólmketill bóndi sat nú heima. Það var einn dag að…

Athugasemd

Blað 1v er skrifað af Þórði Þórðarsyni fyrir Árna Magnússon. Uprunalegt upphaf sögunnar má finna í AM 181 i fol. Sagan endar óheil í upphafi 19. kafla.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skjaldarmerki 1, með ljóni sem heldur á sverði í tvöföldum kringlóttum ramma (á föstum seðli fremst í handriti) // Mótmerki: Fangamark HP (bl. 1).
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Skjaldarmerki 2, með bjálkum, fjaðraskúfi og kórónu efst // Ekkert mótmerki (bl. 3-4, 10-11).
Blaðfjöldi
ii + 11 + i blöð (304 mm x 196 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðmerking (357, 366) er á blöðum 2r (357) og 11r (366).
  • Leyfar af blaðmerkingu með rauðum lit má sjá til dæmis á blaði 9r.
  • Síðari tíma blaðmerking er á blöðum 1-11, gerð með blýanti.

Kveraskipan

5 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (eitt tvinn + eitt blað)
  • II: bl. 1-2 (1 tvinn: 1+2)
  • III: bl. 3-8 (3 tvinn: 3+8, 4+7, 5+6)
  • IV: bl. 9-12 (2 tvinn: 9+12, 10+11)
  • V: aftara saurblað - spjaldblað (eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 265-270 mm x 158-164 mm.
  • Línufjöldi er ca 38-42.
  • Leturflötur markast af pennadregnum línum sem afmarka innri og ytri spássíur.
  • Griporð eru á blöðum 2r-11v. Þau eru afmörkuð með pennastrikum.
  • Kaflaskipting, 1-19.

Ástand

  • Vantar aftan af handritinu. Uppskriftin endar við lok fyrstu línu 19. kafla (sjá blað 11v).

Skrifarar og skrift

  • Skrifari blaða 2r-11v er óþekktur. Fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blað 1 er innskotsblað og hluti tvíblöðungs sem hugsanlega hefur verið umslag (aftara blaðið er nú brotið fram fyrir og talið sem saurblað). Upphaf sögunnar er skrifað á blað 1v af Þórði Þórðarsyni fyrir Árna Magnússon.
  • Blað 1r er autt að öðru leyti en því að ofarlega á blaðið hefur nafn sögunnar Víglundar-Saga verið skrifað. Auk þess er tölumerking í hægra horni efst.

Band

  • Band (312 mm x 220 mm x 9 mm) er frá 1977.
  • Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi á hornum og kili.
  • Saumað á móttök. Ytri saurblöð tilheyra þessu bandi.

Eldra band fylgir. Pappaband (308 mm x 197 mm x 3 mm) frá 1772-1780.

Framan á kápu eru titill sögu og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Seðill (125 mm x 113 mm) með hendi Árna Magnússonar er milli fremri saurblaða: Úr bók er ég fékk af Jóni Þorlákssyni.
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu handrits.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I, bls. 130.

Það var áður hluti af stærri bókum.

Ferill

Stóru bókina sem handritið tilheyrði þegar Árni Magnússon fékk það kom til hans frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni Múlasýslu (sbr. seðil).

Árið 1730 var handritið hluti af No. 163 in fol. (sbr. AM 456 fol., 4v-5r og AM 477 fol., 7v-8r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. júní 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. desember 1885 í Katalog I bls. 130 (nr. 215). DKÞ grunnskráði 4. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 23. desember 2008; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023. MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 12. febrúar 2024

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1977.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch 1772-1780. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn