Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 127 fol.

Laxdæla ; Ísland, 1600-1699

Innihald

1 (1r-26v)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Saga þessi kallast Laxdæla af gömlum Íslendingum.

Vensl

Sami texti og í AM 125 fol.

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður, sonur Bjarnar bunu …

Niðurlag

… Bolli fékk Sigríði gjaforð göfugt og lauk vel við hana og höfum vér eigi heyrt þessa sögu lengri.

2 (26v)
Kappakvæði
Athugasemd

Einungis tvö erindi, þau sömu og eru í AM 125 fol. og AM 126 fol.

2.1 (26v)
Vísa um Kjartan Ólafsson
Titill í handriti

Vísa um Kjartan Ólafsson er orti þórður Magnússon.

Upphaf

Kært var kóngi björtum / Kjartans til í hjarta …

Niðurlag

… stórt hann afl ei skorti.

2.2 (26v)
Vísa um Bolla
Titill í handriti

Önnur um Bolla

Upphaf

Bolli snilldar snilli / snjallur á bar hjalli …

Niðurlag

… allmörg frænda falli.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Sennilega dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga ( 1 , 3 , 5 , 7? , 13-15 , 17? , 20? , dárahöfuðin eru mjög ógreinileg í handriti) // Mótmerki: Stakir bókstafir, virðast vera ML ( 2? , 8? , 16? , bókstafirnir eru mjög ógreinilegir í handriti).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam? // Ekkert mótmerki ( 10? , 22? , 25-26? , skjaldarmerkin eru mjög óskýr í handriti).

Blaðfjöldi
i + 26 blöð + i (312 mm x 195 mm), þar með talinn seðill sem límdur er við blað 13v og blaðmerktur er númer 14.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt með blýanti, 1-26.

Kveraskipan
Þrjú kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-17, 4 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver III: blöð 18-26, 4 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 278-282 mm x 170 mm.
  • Griporð í neðstu línu sem er ca sex til tíu orð; hluti hennar er endurtekinn efst á næsta blaði (sjá t.d. blöð 4r-v).
  • Síðutitill.
  • Ártöl og áhersluorð á spássíum.

Ástand

  • Spássíugreinar eru skertar vegna afskurðar (sjá t.d. blöð 17v-18r og 23v-24r).

Skrifarar og skrift

Ein hönd, þétt skrift, mikið um styttingar og bönd. Sama skrift og í AM 126 fol.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Seðill límdur við blað 13, með nokkrum línum sem gleymst hafa úr upprunalegum texta. Seðillinn er talinn sem blað 14.
  • Margar spássíugreinar (sjá t.d. blöð 17v-18r og 23v-24r).

Band

Band (320 null x 220 null x 15 null) frá 1974. Pappaspjöld eru klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum.

Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Eldra band frá 1880-1920 (320 null x 203 null x 7 null).

Spjöld eru klædd pappír og strigi er á kili og hornum.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (177 mm x 176 mm) með hendi Árna Magnússonar: Laxdæla saga sem var í láni hjá Jóni Arnórssyni í Ljárskógum.
  • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 91.

Ferill

Árni Magnússon segir handritið hafa verið í láni hjá Jóni Arnórssyni í Ljárskógum (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. september 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885 Katalog I bls. 91(nr. 156), DKÞ grunnskráði 6. september 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 12. mars 2009; lagfærði í nóvember 2010 ÞÓS" skráði 16. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí 1974.

Bundið af Otto Ehlert 1880-1920. Það band fylgir í öskju.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Jacobsen, Bent Chr.
Titill: , Om lovbøgernes kristendomsbalk og indledningskapitlerne i de yngre kristenretter
Umfang: s. 77-88
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Höfundur: Heizmann, Wilhelm
Titill: Kannte der Verfasser der Laxdæla saga Gregors des Großen Moralia in Iob?,
Umfang: s. 194-207
Lýsigögn
×

Lýsigögn