Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 245 4to

Bósa saga ; Ísland, 1804

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Bósa saga
Athugasemd

Brot

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1: CR VII undir kórónu / ØRHOLM í fléttuðum hring (1-7).

Vatnsmerki 2: CR VII undir kórónu (?) (8-14).

Blaðfjöldi
28 blaðsíður (207 mm x 165 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðsíðumerkt með penna á blaðsíðum 9-25, aðeins á recto-síðum.

Blaðmerkt með blýanti fyrir myndatöku.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er um 174-194 mm x 134-154 mm

Leturflötur er sums staðar afmarkaður að ofanverðu með strikum.

Línufjöldi er 32-38.

Griporð á hverri síðu.

Ástand
Ástand handrits við komu: Lélegt.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Benjamín Bjarnason á Bakka við Bjarnarfjörð

Band

Band frá því um miðbik 20. aldar (215 mm x 172 mm x 10 mm).

Pappaspjöld klædd pappír með marmaramynstri og líndúki á kili og hornum.

Límmiði á fremra spjaldi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1804.
Ferill

ÍB 245-249 4to frá Jóni Borgfirðingi.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir bætti við skráningu, 7. desember 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 30. júní 2011 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.
Viðgerðarsaga

Guðjón Runólfsson (?) gerði við og batt á bókbandsstofu Landsbókasafns um miðbik 20. aldar.

Myndað í desember 2012.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í desember 2012.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Bósa saga

Lýsigögn