Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 943 4to

Þórðar saga hreðu ; Ísland, 1750-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-91v (bls. 1-182))
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Sagan af Þórði hreðu

Upphaf

Á Bergi hét Hrólfur Upplendingakóngur …

Niðurlag

… Höfum vér ekki fleira heyrt með sannleika af honum sagt.

Baktitill

Lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
91 blað (202-210 mm x 162-165 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-182.

Kveraskipan

Tólf kver.

  • Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24; 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32; 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40; 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48; 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56; 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64; 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72; 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80; 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-88; 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89-91 ásamt aftara spjaldblaði sem myndar tvinn við blað 89; 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca (150-155 mm x 110-115 mm).
  • Línufjöldi er ca 17.
  • Leturflötur er víða afmarkaður með litlausum línum sem dregnar eru með þurroddi.
  • Vísuorð eru sér um línu (sjá t.d. blöð 65v-66r).
  • Kaflaskipting: I-XXVII.
  • Sagan endar í nokkurs konar totu (sjá blað 91v).

Skrifarar og skrift

  • Skrifari er óþekktur. Snarhönd.

Skreytingar

  • Skreyttir stafir eru í titli: Sagan af Þórði hreðu. Það er líkt og glimmeri hafi verið stráð yfir hluta titils (sjá blað 1r).

  • Letur í kaflatali og fyrstu línu kaflans er stærra og settara en letur í megintexta. Stafir eru einnig lítillega fylltir (sjá t.d. blað 9v).

  • Bókahnútur eða ígildi hans í formi pennaflúrs er við niðurlag textans (sjá blað 91v).

Band

Pappaband (210 null x 170 null x 20 null).

Bandið er klætt ámáluðum, bleikmynstruðum pappír. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Miði með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari helmings 18. aldar í  Katalog II, bls. 270.

Ferill

  • Handritið kom í Det Arnamagnæanske Institut frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. júlí 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 5. júní 2009; lagfærði í janúar 2011.  ÞS skráði 9. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 28. ágúst 1909. Katalog II , 270 (nr. 2075).

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn