Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 466 4to

Njáls saga ; Ísland, 1460

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-57v)
Njáls saga
Athugasemd

Óheil.

1.1 (1r-12v)
Enginn titill
Niðurlag

Gunnar kvað hana …

Athugasemd

Blað 1r er máð og illlæsilegt en þar á er upphaf sögunnar.

1.2 (13r-39v)
Enginn titill
Upphaf

… eftir mín heit …

Niðurlag

… eigu mína að þetta …

1.3 (40r-42v)
Enginn titill
Upphaf

… [kvo]mu á Laxárbakka …

Niðurlag

… veita að þessu máli …

1.4 (43r-46v)
Enginn titill
Upphaf

… alvæpni og stefndu …

Niðurlag

… bróður mínum …

1.5 (47r-55v)
Enginn titill
Upphaf

… Slíkir sem Þorgeir er …

Niðurlag

… nú ríða hér óvinir …

1.6 (56r-57v)
Enginn titill
Upphaf

… brennuna og svo síðan hún var …

Athugasemd

Blað 57v er máð og illlæsilegt en þar á er niðurlag sögunnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 57 + i blöð (245 mm x 180 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerkt 1-113 með blýanti.
  • Blaðmerkt með rauðu bleki 1-57.

Kveraskipan

Sjö kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-17, 4 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver III: blöð 18-25, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 26-34, 4 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver V: blöð 35-41, 3 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver VI: blöð 42-47, 3 tvinn.
  • Kver VII: blöð 48-57, 4 tvinn + 2 stök blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca (170-172 mm x 125-140 mm).
  • Línufjöldi er ca 43.
  • Eyður fyrir upphafsstafi og fyrirsagnir (sjá t.d. 24v-25r.

Ástand

  • Blöð eru mjög slitin (sjá t.d. 1r, 17r og 57v).
  • Rakablettir og smágöt eru hér og þar (sjá t.d. blöð 14v-15r).

Skreytingar

Teikning af hermanni með höggspjót og skjöld á spássíu á blaði 44r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar með hendi skrifara (sjá 25r og 26r)
  • Spássíugreinar með hendi Þorleifs Jónssonar, m.a. á blaði 46r, þar sem hann merkir sér bókina sem eigandi en þar stendur: Þorleifur Jónsson á Njálu þessa. Anno 1645.
  • Nokkrar spássíugreinar með leyniletri (sjá 30r).
  • Á blaði 47v stendur: Steinþór Gíslason á bókina.

Band

Band 248 null x 203 null x 42 null er frá 1975.

Skinn á kili og hornum, strigaklæðning. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1460 (sbr. ONPRegistre , bls 453), en til 15. aldar í  Katalog I , bls. 652.

Ferill

Þorleifur Jónsson átti handritið 1645 (sbr. blað 46r). Árni Magnússon fékk það frá syni Þorleifs, Birni, þá presti á Odda en síðar biskupi á Hólum (sbr.seðil og AM 435 a 4to, blað 76v (bls. 28 í prentaðri útgáfu)). Uppskrift hefur verið gerð eftir handritinu, líklega á 16. öld (sbr. blað 51v, þar stendur: Fá þú ómak svo drjúg sem þú ert. Það mun þeim þykja sem eftir þér klónar.)

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 7. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, DKÞ skráði 20. ágúst 2003, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. maí 1887. Katalog I; bls. 652 (nr. 1238).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1975. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Ljósrit af bl. 8r-8v á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, fengið í september 1979.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , On the origin of two Icelandic manuscripts in the Royal Library in Copenhagen
Umfang: s. 143-150
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Höfundur: Einar Ól. Sveinsson
Titill: Skírnir, Um handrit Njálssögu
Umfang: 126
Höfundur: Einar Ól. Sveinsson
Titill: , Studies in the manuscript tradition of Njálssaga
Umfang: 13
Titill: Brennu-Njáls saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Ól. Sveinsson
Umfang: 12
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Introduction, Njáls saga the Arna-Magnæan manuscript 468, 4to. (Reykjabók)
Umfang: s. V-XIX
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Kapitan, Katarzyna Anna
Titill: Opuscula XVI, Dating of AM 162 B a fol, a fragment of Brennu-Njáls saga
Umfang: s. 217-243
Höfundur: Driscoll, Matthew James
Titill: Postcards from the edge: an overview of marginalia in Icelandic manuscripts, Variants
Umfang: s. 21-36
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Lýsigögn
×

Lýsigögn