Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 163 n fol.

Kjalnesinga saga og Jökuls þáttur ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-16r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Sagann af Búa Esjufóstra.

Upphaf

Helgi bjóla son Ketils Flatnefs nam Kjalarnes á millum Botnsár og Leirvogsár

Niðurlag

Frá Búa Andríðarsyni er komin mikil ætt.

Baktitill

Og ljúkum vér hér sögu Kjalnesinga.

Athugasemd

Jökuls þáttur Búasonar er felld inn í söguna sem heldur áfram á bl. 16r (línur 13-28) sem er viðbótarblað.

Bl. 1r og 16v eru auð.

1.1 (12v-16r)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

[skrifað á spássíu:] Hér byrjar af Jökli að segja

Upphaf

Þar var maður er Jökull hét

Niðurlag

tóku þau Kongdóm eftir hann of ríkið

Baktitill

og lýkur þar frá honum að segja.

Athugasemd

Sagan er felld inn í Kjalnesinga sögu. Niðurlag sögunnar er á viðbótarblaði.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 1 (bl. 2, 6) // Ekkert mótmerki.
  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Skjaldarmerki með bjálkum, fjaðraskúfi og kóróna efst (bl. 4, 11-14). // Ekkert mótmerki.
  • Vatnsmerki 3: Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 2 (bl. 1) // Fangamark ICD (á fremra spjaldblaði).
  • Vatnsmerki 4: Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni í tvöföldum ramma (bl. 16) // Mótmerki: Fangamark HP (á aftara spjaldblaði).
Blaðfjöldi
i + 16 + i blað (303 mm x 193 mm). Blöð 1r og 16v eru auð.
Tölusetning blaða

  • Sjá má upprunalega blaðmerkingu þar sem í hægra horni blaðs 2r stendur með dökku bleki 332. Sömuleiðis er blað 16r merkt samkvæmt upprunalegri blaðmerkingu (346) en það var gert síðar. Fyrir utan þessi tvö blöð verður ekki vart við slíkar merkingar.
  • Síðari tíma blaðmerking er með rauðu bleki á rektósíðum blaða: 1-16.

Kveraskipan

4 kver:

  • I: spjaldblað - bl. 1 (eitt tvinn + tvö blöð: spjaldblað, fremra saurblað 1+bl. 1, fylgigögn 1 á milli)
  • II: bl. 2-7 (3 tvinn: 2+7, 3+6, 4+5)
  • III: bl. 8-15 (3 tvinn + tvö stök blöð: 8+13, 9+12, 10+11, 14, 15)
  • IV: bl. 16 - spjaldblað (eitt tvinn + eitt blað: 16+saurblað, spjaldblað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 270 mm x 163 mm.
  • Línufjöldi er ca 40-42.
  • Leturflötur markast af pennadregnum línum við innri og ytri spássíur.
  • Griporð eru á blöðum 2r-15v. Þau eru afmörkuð með pennastrikum.
  • Kaflaskipting (1-10 (kafli 1 er ónúmeraður)) er með misjöfnum hætti; kaflanúmer koma ýmist fyrir inni í línu, sbr. blöð 2r og 4v; eða vel aðgreind, sbr. blöð 14r og 14v.

Ástand

  • Sums staðar eru blettir á blöðum (sbr. blöð 5-6).
  • Texti blaðs 1v sést í gegn (sjá blað 1r).

Skrifarar og skrift

  • Handritið er að mestu skrifað með einni fljótaskriftarhendi. Skrifari er óþekktur.

  • Um það bil tólf línur á blaði 12v eru skrifaðar af óþekktum skrifara.

  • Rétt fyrir ofan miðju á blaði 12r þéttist skriftin og því skriftarlagi er haldið að uppskrift óþekkta skrifarans á blaði 12v; sama skriftarlagi er haldið eftir að uppskrift hans lýkur og rétt fyrir neðan mitt blað tekur við skriftarlag meginhlutans. Skriftin er þó mjög blönduð og á meginhluta blaða 13v-15r koma fyrir fljótaskriftar-s í bland við aðrar gerðir; f nær niður fyrir línu og háleggir stafa eru ýmist með belg eða án svo dæmi séu tekin; e-in eru sömuleiðis af blandaðri gerð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blöð 1 og 16 voru sett inn á tíma Árna Magnússonar. Þau eru hvort um sig hluti tvíblöðungs og skrifað er einungis á blað 1v og á blað 16r. Blöð 1r og 16v eru auð. Farið er með hinn hluta tvíblöðunganna sem fremra og aftara saurblað í núverandi bandi.
  • Safnmark og upplýsingar um eldri skráningu er skrifað með hendi Kålunds á fremra band verso.

Band

Pappaband frá árunum 1772-1780 (308 mm x 202 mm x 6 mm).

Framan á kápu eru titill og safnmark skráð. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Seðill (101 mm x 106 mm) með hendi Árna Magnússonar, er á milli saurblaðs og blaðs 1r: Úr bók Jóns Þorlákssonar. | Er afleitlega röng. [Aftan á er strikað yfir sögubrot með ritarahendi:] rkars ens digra faud | de hun þau vera ákaf | upptekenn bein þór- |modur Snorra G. hun | sagde Gudny þau lyt | oc suo suort sem snyd | þau beyn grafinn þar | ur kyrckiann. Nu lyka | esingia Eyrbyggia

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 130.

Handritið var áður hluti af stærri bókum (sbr. seðil).

Ferill

Stóru bókina sem handritið tilheyrði þegar Árni Magnússon fékk það kom til hans frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni Múlasýslu (sbr. seðil).

Árið 1730 var handritið hluti af No. 163 in fol. (sbr. AM 456 fol., 4v-5r og AM 477 fol., 7v-8r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. júní 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. desember 1885 í Katalog I; bls. 130-131 (nr. 216), DKÞ grunnskráði 29. október 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 2. og 5. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði 23. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023. MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 12. febrúar 2024

Viðgerðarsaga

Bundið Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn